top of page

Draumar

Draumar stafa af starfsemi heilans í svefni og einnig í vöku, sem kallast þá að dagdreyma. Mörgum finnst draumar sérkennilegir þar sem við ráðum ekki hugsunum okkar í svefni en við gerum það heldur ekki alltaf í vöku. Dagdraumar er hluti af hugsanaflæði í heilanum þegar við erum vakandi. Flestir dagdraumar tengjast misstórum markmiðum okkar. Áður fyrr voru dagdraumar tengdir við geðklofa en ekki hefur fengist skýring á því.  

Að meðaltali dreymir okkur um tvær klst eða u.þ.b. þrjá til sjö drauma á nóttu. Rannsóknir um drauma hafa lengi verið stundaðar og vekur viðfangsefnið mikinn áhuga hjá fólki. Þeir eru mikið rannsakaðir og liggur enn vafi á þessu óútskýrða fyrirbæri. Okkur dreymir í REM-stigi svefns og stundum á þriðja stigi NREM-svefns. Í REM-svefni styrkjast nýjar minningar sem tengjast við eldri og er heilastarfsemin þar sem mest og draumar sömuleiðis. Í REM-svefni flokkar heilinn minningar og atvik, stór sem smá og ákveður hvað skal geyma og hverju skal gleyma.

  Áður en farið var að rannsaka drauma á vísindalegann hátt voru þeir taldir spá í framtíðina og um líðan fólks. Mikið er um draumaráðningar í Íslendingasögum og öðrum fornsögum og eru margir fyrirboðar og draumaráðningar í t.d. Gísla sögu Súrssonar og Laxdælu. Enn þann dag í dag eru draumaráðningar mjög vinsælar þar sem draumar eru enn ekki útskýrðir til fullustu. Vísindamenn eru ekki sammála um af hverju okkur dreymir en algengasta útskýringin er vegna miklu heilavirkninnar sem á sér stað á nóttunni.

bottom of page