top of page

Ferli

Í byrjun þessara verkefnis vorum við hugmyndasnauðar um umfjöllunarefni og eyddum heilum tveimur skóladögum í að skiptast á hugmyndum. Að lokum komumst við að þeirri niðurstöðu að okkur langaði að fjalla um svefn. Ástæða þess er sú að svefn hefur ekki verið útskýrður til fullustu og okkur fannst allt í tengslum við svefn mjög áhugavert.

Það fyrsta sem við gerðum var að búa til rafræna könnun sem við birtum á facebook-síðum okkar í henni vorum við að kanna meðalsvefntíma fólks á öllum aldri. 

Við vorum ákveðnar í því að gera vefsíðu og byrjuðum strax að ákveða hvað við ætluðum að fjalla um á henni. Þar næst skiptum við verkum og byrjuðum að skrifa textana og afla okkur upplýsinga. Það tók okkur um tvær vikur að klára alla textana og byrjuðum við þá að hanna vefsíðuna okkar. Vefsíðan var tilbúin eftir rúma 2 daga og áttum við þá eftir að útbúa bás og draumaráðningabók. Við vildum gera básinn sem flottastan því hann er mikilvæg afurð verkefnisins. Við töluðum við list og verkgreina kennarana og fengum heilmikla aðstoð frá þeim og erum mjög ánægðar með útkomuna. Vinnan á bakvið draumaráðningarbókina var einnig mjög skemmtileg og fræðandi. Við byrjuðum á því að ákveða hvaða tákn í draumum við ætluðum að fjalla um í bókinni og söfnuðum saman heimildum um hvert og eitt viðfangsefni. Draumaráðningar tengjast ekki beint inn í rannsóknaspurninguna en þar sem að við höfum allar áhuga á þeim að þá fannst okku tilvalið að búa til eina slíka.

bottom of page