top of page

Hvers vegna?

Svefnganga er truflun á hægbylgjusvefni, dýpsta stigi svefns. Í svefngöngu rís fólk úr rúmi sínu og framkvæmir ýmsa hluti sem það gerir aðeins í vöku, eins og að ganga um. Einnig getur fólk talað upp úr svefni. Þetta þýðir ekki að maður geri eða segi það sem manni dreymir, því draumsvefn verður aðallega á svefnstigi sem nefnist bliksvefn  (REM-svefn).

Almennt er haldið að svefngenglar hafi útréttar hendur eða lokuð augu, en raunin er ekki sú. í raun hafa þeir augun opin og geta því séð hvert þeir fara. Augnaráð þeirra er reyndar oft fjarrænt, vegna þess að þeir eru ekki í réttu standi og svarar lítið þegar fólk reynir að tala við það. Þegar fólk vaknar man það oftast ekkert eftir svefngöngunni. Margir halda að það sé hættulegt að vekja svefngengla en í rauninni er það ekki talið hættulegt og getur oft verið nauðsynlegt ef þeir eru við að gera eitthvað óæskilegt.

Af hverju ganga sumir í svefni?

Í svefni koma fram nokkur mismunandi frávik af rafvirkni sem einkennast af mismunandi tíðni og bylgjulengd. Hjá vakandi manni er tíðnin 14-30 Hz (beta-bylgjur) en tíðnin færist yfir í 8-13 Hz þegar ró færist yfir hann. Þegar maðurinn er svo að sofna verður tíðnin enn minni, 4-7 Hz (beta-bylgjur), og lítil spenna í rafvirkni heilans. Á þessu stigi svefnsins virðist koma fram í stuttan tíma svokallaðir svefnspindlar, sem eru hrina af rafbylgjum og eru líkar alfa-bylgjum. Við rafspennuna, sem kemur fram í heilanum, í þessum hrinum er líklegt að heilinn sé næmari fyrir ertingu og þá verður líklegra að spennuþröskuldurinn verði rofinn. Þá eru send af stað boð til vöðvanna í líkamanum um að dragast saman. Það leiðir til þess að við kippumst við.

 

Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna?

Ekki er fullvitað hvers vegna fólk gnístir tönnum en margt bendir til að ástæðan sé oftast einhvers konar streita. Einnig gæti verið að orsökin stafi af skökku biti, ofnæmi eða óheppilegri svefnstellingu. Reyndar er vitað að sum lyf, þreyta og áfengi geta gert ástandið verra.

Samkvæmt Vísindavefnum kom í ljós, í rannsókn, í Bandaríkjunum að 15% barna og unglinga og allt að 95% fullorðinna hafa átt við það vandamál að stríða að gnísta tönnum í svefni. Oftast veit fólk ekki af þessu vandamáli, þar sem þau gnísta tönnunum í svefni, en glíma svo við vandamál svo sem aumar eða jafnvel brotnar tennur, óþægindi í tannholdi, verki í kjálkaliðum eða höfuðverk. Verkir í kjálkaliðum eða tönnum geta verið merki um að viðkomandi gnísti tönnum í svefni.

Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni?

Hér eru nokkrar algengar spurningar í tengslum við svefn og verður svarað hér að neðan.

bottom of page