top of page

Niðurstaða

Nú þegar við höfum unnið að þessu verkefni í um þrjár vikur, höfum við komist að þeirri niðurstöðu að svefn er mun flóknari en við héldum. Miklu meira á sér stað, á meðan við sofum, annað en það að við lokum augunum, við förum í gegnum svokölluð svefnstig sem skiptast niður í NREM og REM svefn. Þar sem að við fjölluðum um svefn að þá fannst okkur tilvalið að tala einnig um drauma. Á vefsíðu okkar veitum við fólki betri tækifæri til að fræðast og afla sér upplýsingar um þetta efni. Við komumst einnig að því að svefn er miklu mikilvægari en við höldum og að lítill svefn getur haft alvarleg áhrif á heilann og andlegan líðan. Svefn hefur mikil áhrif á mikilvæga hormónastarfsemi sem á sér stað í líkama okkar og raskast hún verulega þegar við fáum ekki þann svefn sem við þurfum. Við vorum mjög forvitnar um það hvort fólk fengi nægan svefn og settum við því fram stutta könnun á Facebook og fengum við mjög góð viðbrögð frá fólki á öllum aldri:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Könnunin sýnir að meira en helminur þátttakenda sefur í 5-7 klst. og um 2% sofa í 0-4 klst. Okkur langaði einnig að skoða hversu margir muna drauma sína og sáum að meirihluti man þá sem þýðir að flestir vakna upp úr REM svefni. 

Við erum mjög stoltar af útkomu verkefnisins því við náðum að gera allt sem við ætluðum okkur og meira til. Við lögðum allar mjög hart að okkur í þessu verkefni og vitum núna mikið meira um svefn en við vissum áður. Þetta verkefni er búið að vera mjög skemmtilegt og höfum við öðlast mikla reynslu sem við tökum með okkur út í lífið.

bottom of page