top of page

Svefn er nátengdur bæði líkamlegri og andlegri heilsu og haldast öll þessi hugtök þétt í hendur. Langvarandi svefnleysi eða óreglulegt svefnmynstur getur ýtt undir marga líkamlega og geðræna sjúkdóma s.s offitu og þunglyndi. Þegar við sofum þá framleiðir líkaminn hormónið leptín. Þetta hormón vinnur geng matarlyst og sendir heilanum boð þegar hann er orðinn saddur. Langvarandi svefnleysi dregur úr magni leptíns í blóði og gerir það að verkum að matarlyst verður mun meiri. Einnig veldur skertur svefn orkuleysi sem leiðir til þess að fólk hefur minni löngun til að stunda reglulega hreyfingu. En slæm líkamleg eða andleg heilsa getur einnig leitt til svefnleysis, t.d þjást einstaklingar með geðklofa af miklu svefnleysi. Ástæða svefnleysins er ofvirkni í dópamín-kerfi heilans.

Skortur svefns orsakar skort á framleiðslu vaxtarhormóna og endurnýjun frumna í líkamanum raskast

Svefn og heilsa

bottom of page