top of page

Skýrdreymi

Þegar við sofum ræður undirmeðvitundin í draumum okkar en hægt er að hafa áhrif á þá með tækni sem kallast að skýrdreyma(e. lucid dreaming). Skýrdreymi snýst um að vera meðvitaður um að þú sért að dreyma og hafa þannig áhrif á draumana. Sumt fólk fæðist með eiginleika að geta skýrdreymt en flestir sem vilja framkvæma skýrdreymi þurfa að æfa sig með mismunandi aðferðum. Algengar aðferðir eru t.d. að halda draumadagbók; skrifa alla drauma þína niður í bók. Nokkrum sinnum yfir daginn skaltu vera viss um að þú sért  vakandi með því að horfa á klukku eða spyrja þig hvort þú sért að dreyma. Önnur sniðug leið er að stunda hugleiðslu og einbeita sér a andlegu hliðinni. Annað hugtak lýsir sér þannig að þú vaknar og byrjar daginn á daglegum venjum, færð þér morgunmat og leggur af stað í vinnu eða skóla. Erfitt er því að greina um það að þú sért ekki vakandi. Þetta kallast fölsk vakning (e. false awakening).

bottom of page