top of page

Rannsóknir hafa sýnt fram á það hve mikilvægur svefn er. Hann er yfirleitt mjög reglulegur og stjórnast af líkamsklukku mannslíkamans. Þessi líkamsklukka stjórnar því hvenær einstaklingur fer að sofa og hvenær hann vaknar. Hún ræðst aðalega af dagsbirtubreytingum og framleiðir líkaminn hormónið melatónín við breytingarnar. Þetta hormón myndast í heilaköngli heilans og er það helsta forsenda þess að við getum sofið og vakað. Sumir einstaklingar glíma hinsvegar við svefntruflanir, eða einn af hverjum þremur fullorðnum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lítill eða slæmur svefn brjóti niður um 10% af heilavef fullþroskaðs heila. Einnig hefur verið sýnt fram á að góður svefn skilar þykkari heilaberki undir heilablöðunum, þar sem aðal úrvinnsla úr þekkingu okkar fer fram. Svefnvandamál flokkast í þrjá flokka (The International Classification of Sleep Disorders,1990):

  • Alvarlegar svefntruflanir eða dyssomnias, einkennast af rangri líkamsklukku og erfiðleikum við að halda sér sofandi að nóttu til en mikilli syfju að degi til.

  • Sérstakar svefntruflanir eða parasomnia, er flokkur svefntruflana sem fela í sér óæskileg fyrirbæri sem eiga sér stað í svefni. Það sem einkennir þennan flokk helst eru uppvakningar, alveg aða að hluta til, og truflanir tengdar REM svefnstiginu. Oft raðast svefnstigin upp í ranga röð og veldur því óreglulegum svefni. Fólk sem glímir við þessa tegund fær oft svefnofalömun (sleep paralysis). En það er þegar fólk vaknar upp úr REM svefni og er enn að dreyma. Líkaminn er enn í hvíldarstöðu og fólk getur sig hvergi hreyft. Fólk sér oft einhverjar furðuverur vegna þess að heilinn er enn á REM stigi. Þetta varir einungis í skamma stund, eða um nokkrar mínútur og síðan sofnar einstaklingurinn aftur á ný. En þetta lýður eins og klukkustund eða meira hjá einsatklingnum sem lendir í þessu.

  • Svefntruflanir tengdar líkamlegum/geðrænum sjúkdómum stafa yfirleytt af fylgikvillum lyfja við sjúkdómnum eða þær eru einkenni sjúkdómsins.

Svefntruflanir

bottom of page