top of page

Þróun svefns

Svefn hefur þróast og breyst mikið í gegnum aldirnar. Áður fyrr svaf fólk ekki samfellt í ákveðinn tíma heldur blundaði það þrisvar sinnum yfir daginn í u.þ.b 4 klst. í senn. Fólk sofnaði yfirleitt í kringum kvölmatarleitið og svaf til miðnætis og var þá svo kölluð kvöldvaka, þar sem kvöldmaturinn var borðaður og öll inniverk voru unnin. Síðan svaf fólk fram til morguns og blunduðu síðan einu sinni yfir daginn. Á þessum tíma svaf fólk mikið meira en fólk nútímans og voru svefnvenjur mikið heilbrigðari en þær sem við þekkjum í dag. Þá sváfu margir saman í herbergi við umhverfishljóð og yfirleitt við varðeld. Nú til dags sefur fólk einangrað í algjörri þögn og yfirleitt með öll ljós slökkt. Fólk fer strax að venja börnin sín á þetta og þekkjum við því ekkert annað. Miðað er við að fólk nútímans sofi samfellt í um 8 klst. að næturlagi. Þessi stóru breytingar á svefnvenjum komu í kjölfari af iðnbyltingunni sem átti sér stað í kringum 1750, í Englandi.

bottom of page