top of page

Vísindamenn hafa skipt svefn upp í 4 stig N1,N2,N3 og REM. N-ið stendur fyrir non rapit eye movement og REM stendur fyrir rapid eye movement. Ástæða þess er að REM svefn einkennist af hröðum augnhreyfingum. Þegar adenosin sameindirnar hafa náð miklum meirihluta og tekur við fyrsta stigið af svefni, N1 eða léttur svefn. Þetta stig varir mjög stutt eða einungis 5% af svefntíma hverrar manneskju. Á þessu stigi er maður á milli svefns og vöku, vöðvarnir eru enn með fullna virkni og augun hreyfast og opnast við og við. Tíðni beta og gamma bylgja (tíðni 12-30Hz) í heilanum fer lækkandi og þær umbreytast í hægar alpha og theta bylgjur sem hafa tíðnina 4-7Hz. Á þessu stigi verður andardráttur reglulegur, hjartar hægir á sér og einstaklingurinn er meðvitaður um áreiti og truflanir í kringum sig. Síðan heldur svefninn áfram inn í annð stig, N2. Á þessu stigi missir einstaklingurinn alla meðvitund og það slaknar á vöðvunum. Heilinn skapar stutt tímabil af hröðum heilabygjum (Sleep spindels) og líkamshiti lækkar. Stig N2 er kallað hálfdjúpur svefn og er um 50% af svefntíma hvers einstaklings. Þar á eftir kemur djúpur svefn eða N3 og er hann um fjórðungur af svefntímanum. Þetta stig er einnig kallað hæg bylgna svefn (slow wave sleep) og einkennist af delta heilabylgjum af tíðninni 0.5-4 Hz. Meðvitundarleysi verður enn meira á þessu stigi og þú sýnir engin viðbrögð við umhverfinu. Sumir vilja meina að stigi N3 eigi að vera skipt upp í tvö stig, N3 og N4, vegna mismun delta bylgja. Á stigi N3 lækkar blóðþrýstingur, hjartsláttartíðni, taugavirkni og öndunarhraði. Fólk fer einnig að tala og ganga í svefni á þessu stigi. Svefnfasinn heldur síðan yfirleitt aftur yfir í N2 og þaðan í REM svefn eða draumsvefn. Hér koma draumar fram og vöðvar líkamans lamast. Svefnfasarnir N2, N3 og REM birtast í hringrásum og er hver og ein hringrás um 90 mínútur. Eftir því sem hringrásirnar verða fleiri þeim léttari verður svefninn og á endanum nær einstaklingurinn ekki í djúp svefn og helst í N2 og REM fasanum.                                                                     

Svefnstigin

bottom of page