top of page

Hvað hefur áhrif á drauma?

Margar hugmyndir eru um hvað getur haft áhrif á drauma. Algengt áhrif eru t.d. hljóð, lykt og stellingar. Önnur áhrif sem eru talin hafa áhrif á drauma er B6 vítamín sem er talið styrkja minni á draumum og ýta undir skýrdreymi. B6 vítamínið breytir amínósýrum sem við tökum inn, í taugaboðefni sem hefur áhrif á drauma. Sum þunglyndislyf eru talin gera REM-svefn ákafari og þannig auka martraðir. Sterkur matur og ostur sem getur valdið meltingartruflunum auka líkurnar á að maður muni drauma sína. Mestar líkur á að muna drauma sína er ef maður vaknar minna en fimm mínútum eftir að þig dreymir drauminn eða ef vaknað er á REM-stigi.

bottom of page